Saga ÍSTAKS hefst með í raun með múrverksfyrirtækinu E. Phil & Søn sem verkfræðingurinn Kay Langvad keypti árið 1947. Kay var sjálfstæður athafnarmaður í Danmörku en var giftur íslenskri konu, Selmu Guðjohnsen. E. Phil & Søn haslaði sér völl við ýmisskonar verklegar framkvæmdir m.a. við hafnargerð í Danmörku og gerð vatnsvirkjana á Íslandi. Fyrirtækið oz og dafnaði næstu tvo áratugi og var þá Søren, sonur Kay og Selmu, orðinn atkvæðamikill í fyrirtækinu. Búrfellsvirkjun var fyrsta stóra vatnsaflsvirkjun Íslendinga og sáu E. Phil & Søn um framvkæmdir á henni ásamt sænsku fyrirtæki og Almenna byggingarfélaginu en því verki lauk að mestu árið 1970.

Eftir byggingu Búrfellsvirkjunar stofnuðu Langvad-feðgarnir og fjórir Íselndingar fyrirtækið Íslenskt verktak sf. Þann 18. nóvember 1970 var fyrirtækinu breytt í hlutfélag og heitið skammstafað ÍSTAK. Síðar var nafni Íslensks verktaks hf. formlega breytt í ÍSTAK hf.

Fyrstu verkefni ÍSTAKS voru miðlunarframkvæmdir við Þórisvatn, Vatnsfellsveita og stækkun Búrfellsvirkjunar. Fjölmörg verkefni hafa fylgt í kjölfarið og má þar nefna: Áfangar hringvegarins, Jarðgöng undir Hvalfjörð, verksmiðja Norðuráls á Grundartakna, ýmis jarðgangnagerð, mislæg gatnamót í Mjódd, Prentsmiða Morgunblaðsins, Skarfabakki við Sundahöfn, Helguvík, , Álverið, Hrauneyjafossvirkjun, aðveitulagnir við Hellisheiðarvikrjun, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, IKEA í Garðabær, Ráðhús Reykjavíkur og svo mætti lengi áfram telja.

Einkunnarorð ÍSTAKS eru framkvæmdagleði í fyrirrúmi og fela þau í sér yfirgripsmikla þekkingu á þeirri tækni ogþeim vinnuaðferðum sem þarf til að sinna fjölþættri verktakastarfsemi. Markmið Ístaks er að mæta þörfum íslensks, sem og erlends, markaðar fyrir byggingar, önnur mannvirki og aðrar verklegar framkvæmdir og veita viðskiptavinum góða þjónustu.

ÍSTAKS hefur ávallt lagt áherslu á að að hafa tæknimenn og reynda verkstjóra við stjónrunun og framvkæmd þeirra verkefna sem fyrirtækið tekur að sér og tryggir þannig að gæði og afhendingartími fullnægi kröfum verkkaupa.

Árið 2015 keypti danska verktakafyrirtækið Per Aarsleff AS 100% hlut ÍsTAKS. Með þessum kaupum var kominn mjög góður grunnur á áframhaldandi rekstri ÍSTAKS hér á Íslandi og tryggðu kaupin að Ístak er í flokki stærstu verktaka á Íslandi.

Í bókinni um ÍSTAK finnur þú ítarlegri upplýsingar og myndir um verkefni og sögu ÍSTAKS frá upphafi.